Sport

Svisslendingurinn í rúllustiganum kominn með nóróveiruna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bösch er eftirsóttur í myndatökur eftir sprellið sitt í PeyongChang.
Bösch er eftirsóttur í myndatökur eftir sprellið sitt í PeyongChang. vísir/epa
Svisslendingurinn Fabian Bösch hefur nælt sér í mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum eftir að hann fór upp rúllustiga á stórkostlegan hátt. Hann er kominn í fréttirnar fyrir annað núna.

Skömmu fyrir Vetrarólympíuleikana í PeyongChang veiktust margir starfsmenn leikanna af nóróveirunni. Ekki bestu tíðindin rétt áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.

Eins og við var að búast tókst ekki að koma í veg fyrir að einhverjir íþróttamannanna myndu næla sér í veiruna sem er bráðsmitandi.





Fabian Bösch og liðsfélagi Elias Ambuehl eru orðnir veikir og hafa verið settir í einangrun. Það er því ekki von á fleiri fyndnum myndböndum frá Boesch í bili.

Svo margir starfsmenn veiktust í aðdraganda leikanna að skipuleggjendur brugðu á það ráð að senda 1.200 öryggisverði heim og í staðinn komu 900 hermenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×