Lífið

Viola Davis kölluð hin svarta Meryl Streep: "Fæ brotabrot af því sem þær fá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davis var ekki að skafa af hlutnum.
Davis var ekki að skafa af hlutnum.
Leikkonan Viola Davis fór mikinn á ráðstefnunni Women of the World á miðvikudaginn og talaði hún þar um launamuninn sem sé á milli hennar og hvítra leikkvenna í Hollywood. Í því samhengi nefndi hún til sögunnar Meryl Streep.

Davis hefur einu sinni unnið til Óskarsverðlauna og þá fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fences. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd.

„Við fáum sennilega einn tíunda borgað á við hvítar leikkonur. Samt er ég fyrst á blað þegar það vantar svarta leikkonu,“ segir Davis sem er ein sú eftirsóttasta í heiminum.

„Það má alveg bera feril minn saman minn við ferla Meryl Streep, Julianne Moore og Sigourney Weaver. Þær hafa farið sömu leið og ég, en samt fæ ég brotabrot af launum þeirra og atvinnutækifærum.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Davis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×