Sport

Íþróttamennirnir borða nokkur tonn af mat á dag | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það þarf að metta marga munna í PeyongChang.
Það þarf að metta marga munna í PeyongChang. vísir/getty
Það er ekki lítið mál að halda úti matartjaldinu á Vetrarólympíuleikunum þar sem íþróttamennirnir flestir borða á hverjum degi.

Matartjaldið stóra er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að velja úr 450 réttum frá öllum heimshornum. Úrvalið því gott og enginn ætti að fá leið á matnum.

Alls þarf 500 kokka til þess að elda ofan í mannskapinn og eru framreiddar 18.000 máltíðir á hverjum einasta degi. Um 3.000 íþróttamenn frá 90 löndum hafa aðgang að tjaldinu.

Það þarf mikið magn af mat í allar þessar máltíðir. 700 kíló af nautakjöti, 450 kíló af eggjum og 200 kíló af beikoni er meðal þess sem þarf daglega. Einnig er hent í 800 pizzur á dag og svo er auðvitað McDonald's fyrir þá sem eru búnir að keppa nú eða geta ekki neitað sér um slíkt. Þetta er matur upp á nokkur tonn á dag fyrir svanga íþróttamenn og aðstoðarfólk þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×