Lífið

Íslendingar stóðu fyrir kappáti í kæstum hákarli í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörð keppni.
Hörð keppni.
„Við hjá Fish Partner vorum á stærstu fluguveiðisýningu í heimi nýverið í Eddison New Jersey. (The Fly Fishing Show) Við höfum farið nokkrum sinnum áður og langaði okkur í þetta skiptið að gera eithvað öðruvísi, eitthvað skemmtilegt,“ segir Kristján Páll Rafnsson, stofnandi fyrirtækisins Fish Partner, í samtali við Vísi.

„Við ákváðum að halda Víkinga partý. Planið var bara að vera með smá djamm en þetta sprakk út. Áður en við vissum af var þetta orðið formlegt eftirpartý fyrir sýninguna og aðal athöfn kvöldsins var kappát á kæstum hákarli.“

Kristján segir að Íslendingarnir hafi tekið með nóg af íslensku brennivíni í íslenskum bjór.

„Fjöldi stórra aðila í Fluguveiðibransanum stóðu við bakið okkur og má þar nefna: Ross Reels, Abel Reels, Tacky Fly Boxes, Blue Halo Rod company og fleiri smærri aðilar. Lista konan Jessica Callihan, sem sérhæfir sig í að mála myndir af fiskum, kom og málaði verk á staðnum og svo vorum við með fullt af vörum frá styrktaraðilum sem við gáfum gestum.“

Keppnin var þannig að keppendur fengu 100 grömm af hákarl, eitt brennivínsstaup og tvær mínútur til að klára eða borða sem mest.

„Það tók innan við mínútu fyrir vinningshafann að slafra í sig þessu hnossgæti í sig. Í fyrstu Verðlaun var 400 dollara fluguhjól frá Ross Fly reels. Það var nægur afgangur eftir kappátið því við tókum tvö kíló með okkur. Og fengu allir gestir að bragða á þessum þjóðarrétt okkar við misgóðar mótökur. Sumir kúguðust en aðrir átu þetta með bestu list. Hákarlinn var eins kæstur og hann getur orðið og því angaði staðurinn gjörsamlega af hákarli,“ segir Kristján en hann var beðin um leið að halda samskonar keppni að ári.

Hér að neðan má sjá myndband af keppninni og þar fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×