Sport

Transkona berst við karlmann í MMA-bardaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Veriato er klár í slaginn.
Veriato er klár í slaginn. mr cage
Hin 21 árs gamla Anne Veriato mun þreyta frumraun sína í MMA-bardaga í Brasilíu þann 10. mars. Hún mun mæta karlmanninum Railson Paixao.

Veriato hefur alla sína tíð barist við karlmenn og pakkað þeim margoft saman í brasilísku jiu jitsu þar sem hún er frábær. Hún vill ekki berjast við aðrar konur.

„Það er sanngjarnt að ég berjist við karlmenn. Mér datt aldrei í hug að berjast við konu því ég er svo miklu betri en aðrar konur. Það er ekki sanngjarnt. Ég hef verið að pakka karlmönnum saman allt mitt og get það enn þrátt fyrir allar hormónabreytingarnar,“ sagði Veriato.

Skipuleggjendur bardagakvöldsins eru hæstánægðir að hafa hana með á þessu kvöldi sem hefur eingöngu verið fyrir karlmenn enda heitir það Mr. Cage.

„Hún er undrabarn í jiu jitsu og klárlega kona. Hún bað um tækifæri en ég sagði að þá yrði hún að berjast við karlmann. Hún sagði að það væri nákvæmlega það sem hún vildi gera.“

Umræða um transfólk í íþróttum hefur verið mjög viðkvæm sérstaklega þar sem fyrrum karlmenn eru að keppa við konur. Fallon Fox barðist við aðrar konur frá 2012 til 2014 og vann fimm bardaga en tapaði einum. Hún var meðal annars gagnrýnd af Rondu Rousey.

Svo gladdist lyftingaheimurinn líka á dögunum er transkona vann ekki gull á heimsmeistaramóti í lyftingum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×