Erlent

Blaðamanni Die Welt sleppt úr haldi í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 44 ára Deniz Yücel var handtekinn í Istanbúl fyrir um ári.
Hinn 44 ára Deniz Yücel var handtekinn í Istanbúl fyrir um ári. Vísir/AFP
Þýsk-tyrkneska blaðamanninum Deniz Yücel, sem starfar hjá þýska blaðinu Die Welt, hefur verið sleppt eftir að hafa verið í haldi í Tyrklandi í um ár.

Yücel var í haldi vegna gruns tyrkneskra yfirvalda um að hann hafi dreift áróðri.

Mál Yücel hefur mikið verið í umræðunni í Þýskalandi og haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Angela Merkel Þýskalandskanslari þrýsti síðast í gær á að blaðamanninum skyldi sleppt.

Hinn 44 ára Yücel var handtekinn í Istanbúl fyrir um ári þar sem hann var sakaður um að skrifað áróðursgreinar til stuðnings sveitum Kúrda sem tyrknesk yfirvöld skilgreina sem hryðjuverkasamtök.

Yücel var aldrei ákærður og staðfesti dómstóll í Tyrklandi í morgun að honum skyldi sleppt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×