Sport

Fékk silfur eftir harða baráttu

Telma Tómasson skrifar
Viðar Ingólfsson.
Viðar Ingólfsson. Vísir

Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum hafnaði í öðru sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Viðar veitti sigurvegaranum, Jakobi Svavari Sigurðssyni, harða keppni, en þeir stóðu jafnir eftir fyrstu tvö sýningaratriðin í A-úrslitunum, frjálsa ferð og hægt tölt. Slaki taumurinn, lokaatriðið, skar úr um sætaröðun og hlaut Viðar silfur í greininni.

Pixi frá Mið-Fossum er hæfileikamikil tölthryssa, hreyfingafalleg og kraftmikil. Eftir forkeppnina sagði Viðar Pixi hafa verið ögn daufari  en venjulega. „Hún var pínulítið orkulítil, sem hún er ekki vön.“

Sýningu Viðars og Pixi frá Mið-Fossum í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.

Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Viðar Ingólfsson með 13 stig í einstaklingskeppninni, fjórði efstur eins og er.

Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66
2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33
3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87
4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41
5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20
6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.