Erlent

Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi

Atli Ísleifsson skrifar
Mitt Romney er mormónatrúar, en mormómar eru sérstaklega fjölmennir í Utah.
Mitt Romney er mormónatrúar, en mormómar eru sérstaklega fjölmennir í Utah. Vísir/AFP
Bandaríski Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah. Kosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 6. nóvember næstkomandi.

Framboð Romney kemur ekki á óvart en hann greindi frá því á Twitte-síðu sinni um klukkan 13 að íslenskum tíma. Þar segist hann vilja þjóna íbúum Utah og gera gildum íbúa ríkisins hátt undir höfði í höfuðborginni Washington.

Hinn sjötugi Romney var ríkisstjóri Massachusetts á árunum 2003 til 2007 og forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012. Hann beið þar lægri hlut fyrir sitjandi forseta, Barack Obama.

Romney er mormónatrúar, en trúin er sérstaklega útbreidd í Utah.

Vill sæti Hatch

Romney sækist eftir sæti öldungadeildarþingmannsins Orrin Hatch sem hefur tilkynnt að hann sækist eftir endurkjöri eftir að hafa átt sæti á þinginu frá árinu 1977.

Búist var við að Romney myndi tilkynna um framboðið í gær en hann ákvað að fresta tilkynningunni í kjölfar skotárásarinnar í skóla í Flórída þar sem sautján manns létust.

Romney hefur verið reglulega gagnrýnt Donald Trump forseta, en fyrrverandi talsmaður Romney segir að Romney sé samþykkur stefnu forsetans í um 80 prósent tilvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×