Sport

Beri Tonga-maðurinn varð ekki í síðasta sæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pita er hér kominn í mark. Gjörsamlega búinn á því. Hann skíðaði ekki ber að ofan sem er stórfrétt í sjálfu sér.
Pita er hér kominn í mark. Gjörsamlega búinn á því. Hann skíðaði ekki ber að ofan sem er stórfrétt í sjálfu sér. vísir/getty
Íslandsvinurinn Pita Taufatofua náði öllum markmiðum sínum á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang.

Hann tók þátt í 15 kílómetra skíðagöngu og setti sér nokkur markmið. Að komast í mark áður en ljósin yrðu slökkt og skíða ekki á tré.

Hann náði þeim markmiðum og rúmlega það því hann endaði ekki í síðasta sæti. Hann varð þriðji síðastur og gæti ekki verið ánægðari með það. Taufatofua var 23 mínútum á eftir gullverðlaunahafanum Dario Cologna frá Sviss.

Það var ekki bara fylgst ítarlega með Taufatofua því Mexíkóinn German Madrazo þótti ekki heldur líklegur til afreka. Hann skíðaði síðastur í mark og var tæpum þremur mínútum á eftir Tonga-manninum.

Madras skilar sér hér síðastur í mark með mexíkóska fánann. Honum er vel fagnað af Pita og hinum strákunum í neðstu sætunum.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×