Lífið

Freddi opnar í Núllinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Freddi er sögufrægur spilatækjasalur.
Freddi er sögufrægur spilatækjasalur. Freddi
Spilatækjasalurinn Freddi hefur opnað leikfanga- og spilatækjasafn í Núllinu í Bankastræti. Húsnæðið var upphaflega teiknað af Helga Sigurðssyni arkitekt og tekið í notkun sem almenningssalerni árið 1930. Árið 2006 var húsnæðinu lokað af ýmsum ástæðum og öryggi starfsmanna að nóttu til meðal annars talið upp sem ein af ástæðunum. 

Freddi er sögufrægur spilatækjasalur sem naut gríðarlegra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var opnaður á ný í Ingólfsstræti í Reykjavík árið 2014 og verður nú í Núllinu í Bankastræti líkt og fyrr segir. 

Úr spilatækjasalnum Fredda. Vísir/Hanna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×