Enski boltinn

Barry, Evans og tveir aðrir stíga fram og biðjast afsökunar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barry og Evans i leik með WBA fyrr á þessu tímabili.
Barry og Evans i leik með WBA fyrr á þessu tímabili. vísir/getty
Jonny Evans, Gareth Barry, Jake Livermore og Boaz Myhill, leikmenn WBA, hafa beðið afsökunar um að brotið útivistareglur liðsins í æfingarferð á Spáni nú á dögunum.

Í gær bárust fréttir af því að nokkrir leikmenn hefðu stolið leigubíl á Spáni og félagið tilkynnti að það væri að fara vel ofan í kjölið á hvað hefði gerst. Lögreglan væri komin í málið.

Samkvæmt heimildum Reuters hafa fyrrgreindir leikmenn verið teknir í viðtal af lögreglunni, en leikmennirnir segja í yfirlýsingu sinni að þeir biðjist afsökunar á atferði sínu í æfingarferðinni.

„Við viljum nýta tækifærið og biðja samherja okkar, þjálfarann, klúbbinn og sérstaklega stuðningsmennina afsökunar á þeim atburðum sem hafa dreifst síða og eru neikvæðir,” segir í yfirlýsingunni.

Sjá meira:Fjórir leikmenn WBA til rannsóknar eftir að leigubíl var stolið á Spáni

Þeir bæta því svo við að félagið sé nú að rannsaka málið og þeir munu styðja félagið og gefa þeim allar þær upplýsingar sem þeir kunnu að búa yfir.

Heimildir Sky Sports herma að liðið hafi farið út að borða á miðvikudag og horft á Meistaradeildina, en eftir það hefðu leikmennirnir fjórið viljað halda gleðinni áfram og leitað að skemmtistöðum.

Það hafi ekki gengið betur en svo að allt var lokað, en haft er eftir katalónsku lögreglunni að fjórar manneskjur hafi tekið leigubíl á McDonalds og þar hafi bílstjórinn af einhverjum sökum stigið út úr bílnum.

Þá höfðu aðilarnir fjórir, sem ekki eru nafngreindir, tekið við stjórn bílsins og keyrt upp að hótelinu þar sem þeir gáfu sig fram í andyri hótelsins.

Gareth Barry er leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Jonny Evans er fyrirliði liðsins. WBA er á botni deildarinnar svo þetta er olía á eldinn að mati stuðningsmanna liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×