Erlent

Sex blaðamenn dæmdir í lífstíðarfangelsi í Tyrklandi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Nazli Ilicak er meðal þeirra sem fékk lífstíðardóm í dag.
Nazli Ilicak er meðal þeirra sem fékk lífstíðardóm í dag.
Tyrkneskir dómstólar dæmdu í dag sex blaðamenn í lífstíðarfangelsi. Þeim er gert að sök að hafa tekið þátt í valdaránstilrauninni þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá.

Fyrr í dag var þýsk-tyrkneska blaðamanninum Deniz Yücel, sem starfar hjá þýska blaðinu Die Welt, sleppt eftir að hafa verið í haldi í Tyrklandi í um ár. Yücel var í haldi vegna gruns tyrkneskra yfirvalda um að hann hafi dreift áróðri.

Blaðamennirnir voru allir dæmdir sekir fyrir að tengjast klerknum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja að hafi verið á bak við valdaránstilraunina.

Sexmenningarnir Nazli Ilicak, Ahmet Altan, Mehmet Altan, Fevzi Yazici, Yakup Simsek og Sukru Tugrul Ozsengul voru einnig dæmd fyrir stjórnarskrárbrot og Altan bræðurnir voru sakaðir um að gefa dulin skilaboð til áhorfenda í sjónvarpsþætti þeirra sem var í loftinu kvöldið fyrir valdaránstilraunina.

Síðan að valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga.


Tengdar fréttir

Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri

Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×