Innlent

Jón Þór vill kalla siðanefndina saman

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Jón Þór Ólafsson vill að siðanefnd Alþingis skoði mál Ásmundar.
Jón Þór Ólafsson vill að siðanefnd Alþingis skoði mál Ásmundar. Vísir/Vilhelm
Stjórnmál „Ég mun leggja það til í forsætisnefnd að máli Ásmundar Friðrikssonar verði vísað til siðanefndar Alþingis, segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis.

Í síðareglum alþingismanna er þingmönnum meðal annars uppálagt að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál. Í reglunum er einnig kveðið á um að alþingismenn skuli nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti og ekki nýta stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra.

Hlutverk siðanefndarinnar er að gefa forsætisnefnd álit á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn ákvæðum siðareglnanna.

Forsætisnefnd fundar á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×