Golf

Tiger komst ekki í gegnum niðurskurð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger er úr leik.
Tiger er úr leik. vísir/afp
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Genesis mótin, en spilað er á Riviera vellinum í Kaliforníu. Tiger spilaði verr á hring tvö en hring eitt.

Tiger spilaði fyrsta hringinn á 72 höggum eða einu höggi yfir pari og var í þokkalegum málum, en á hring tvö fór Tiger að slá verr sem leiddi til þess að hann endaði á 76 höggum, fimm höggum yfir pari.

Hann endaði því í 116. sæti og komst því ekki í gegnum niðurskurðinn, en Ted Potter sem vann PGA-mót um síðustu helgi komst ekki í gegnum niðurskurðinn heldur. Hann spilaði hringina tvö á 148 höggum eins og Tiger.

Rory McIlroy er í fimmtánda sæti á tveimur höggum undir pari þegar tveir hringir eru enn óleiknir, en Justin Thomas er einnig á tveimur höggum undir pari. Efstur er Patrick Cantlay á samtals sjö höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×