Enski boltinn

Þurfti að hætta vegna höfuðkúpubrots en býðst nú starf hjá Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mason í leik með Tottenham árið 2016.
Mason í leik með Tottenham árið 2016. vísir/afp
Fyrrum knattspyrnmaðurinn, Ryan Mason, sem þurfti fyrr í vikunni að hætta knattspyrnuiðkun vegna höfuðmeiðsla hefur nú boðist starf hjá Tottenham um að koma inn í þjálfarateyi félagsins.

Mason varð fyrir því óláni að fá þungt höfuðhögg þegar hann og haus Gary Cahill skulu saman í leik Hull og Chelsea í janúar 2017, en Mason lék þá með Hull. Hann höfuðkúpubrotnaði við höggið.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenha, hefur frá því að Mason greindi frá því að hann þyrfti að hætta verið áhugasamur um að fá Mason inn í þjálfarateymið, en Pochettino þjálfaði Mason hjá Tottenham.

„Ég ætla að sjá hvað ég dett inn í, en ef ég ætla að fara þjálfaraleiðina þá eyddi ég átján árum hjá Tottenham og það er mitt félag svo það væri í mínu DNA ef ég yrði þjálfari,” sagði Mason við Soccer AM.

„Ég er enn ekki viss hvað gerist næst. Ég ætla að sjá hvert lífið tekur mig. Ég hef einungis verið hættur í fjóra til fimm daga svo ég ætla að njóta með fjölskyldinni, hitta alla og svo sja til.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×