Fótbolti

Elías Már á skotskónum í sænska bikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Már Ómarsson í landsleik
Elías Már Ómarsson í landsleik vísir/getty

Suðurnesjamaðurinn Elías Már Ómarsson reyndist hetja sænska stórliðsins Gautaborg þegar liðið vann nauman sigur á B-deildarliði Varberg í fyrstu umferð sænska bikarsins í dag.

Leikurinn var markalaus allt fram á 75.mínútu þegar Elías Már kom boltanum í netið og reyndist það eina mark leiksins.

Þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins en keppni í deildarkeppninni í Svíþjóð hefst í apríl.

Óvissa var um framtíð kappans hjá Gautaborg en hann hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og fylgir því eftir með marki í fyrsta keppnisleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.