Fótbolti

PSG burstaði Strasbourg eftir að hafa lent undir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir voru á skotskónum í Paris í dag
Þessir voru á skotskónum í Paris í dag vísir/getty

Paris Saint Germain átti ekki í teljandi vandræðum með Strasbourg þegar liðin áttust við í frönsku höfuðborginni í dag.

Gestirnir frá Strasbourg komust reyndar yfir snemma leiks eða þegar Jean Aholou skoraði á sjöttu mínútu. Forystan entist stutt því Julian Draxler jafnaði metin strax á 10.mínútu. Neymar kom heimamönnum svo yfir á 21.mínútu og Angel Di Maria var á skotskónum nokkrum sekúndum síðar. Staðan í leikhléi 3-1.

Strasbourg var ekki á því að gefast upp og minnkaði muninn með marki Stephane Bahoken 67.mínútu. Úrugvæinn Edinson Cavani gerði hins vegar út um leikinn með tveimur mörkum og lokatölur því 5-2 fyrir PSG sem hefur tólf stiga forystu á Monaco þegar tólf umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.