Innlent

Sleðahópur björgunarsveitanna aðstoðaði parið niður af Esju

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frá aðgerðum björgunarsveita.
Frá aðgerðum björgunarsveita. Stefán Már Ágústsson/Landsbjörg
Sleðahópur björgunarsveitanna kom pari sem var í sjálfheldu á Esju til aðstoðar um sex leytið í dag. Íslenskt par óskaði eftir aðstoð björgunarsveita á sjötta tímanum en parið treysti sér ekki niður sökum hálku. Þau höfðu farið upp á Þver­fells­hornið en treystu sér ekki niður kletta­beltið aft­ur. 

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að sleðahópur hafi farið upp á topp til þeirra með línur og aðstoðað þau niður klettana.

„Þau voru svo spræk, vel búin og vel nestuð að þau kláruðu að ganga niður sjálf. Þau eru væntanlega bara að labba niður af fjallinu núna,“ segir hann. Þá segir hann að þetta sé góð áminning um að meta aðstæður og að vera vel búin.

„Þau lentu í aðstæðum sem margir hafa lent í áður. Það er að klettabeltið getur verið strembið. Þau voru það vel búin að þau náðu að halda á sér hita og það skiptir miklu máli í þessum aðstæðum,“ segir Davíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×