Erlent

Farþegaflugvél brotlenti í fjallgarði í Íran

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Farþegaflugvél með um 60 manns innanborðs brotlenti í fjallgarði í Íran nú í morgun. Þetta kemur fram á vef BBC.

Vélin hrapaði í Zagros fjöllum nálægt borginni Semirom en hún var að fljúga milli Tehran og borgarinnar Yasuj í suðvesturhluta landsins.

Í frétt BBC segir að öllum viðbragðsaðilum í Íran hafi verið gert viðvart um slysið en slæm veðurskilyrði komu í veg fyrir að þyrla kæmist að slysstaðnum.

Enn er ekki vitað um slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×