Erlent

Enginn komst lífs af í flugslysi í Íran

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vélin var af gerðinni ATR-72
Vélin var af gerðinni ATR-72 Vísir/AFP
Allir þeir sem voru um borð í flugvél sem brotlenti í Íran í morgun eru látnir. Um borð voru 66 manns, þar af 60 farþegar, tveir öryggisverðir, tvær flugfreyjur og tveir flugstjórar.

Vélin var í eigu flugfélagsins Aseman Airlines og hefur talsmaður flugfélagsins staðfest að allir um borð eru látnir.

Vélin hrapaði í Zagros fjöllum nálægt borginni Semirom en hún var að fljúga milli Tehran og borgarinnar Yasuj í suðvesturhluta landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×