Innlent

Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Færri jarðskjálftar í Grímsey í dag.
Færri jarðskjálftar í Grímsey í dag. Vísir/Pjetur
Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun.

Síðan frá miðnætti hafa orðið 250 skjálftar í grennd við Grímsey, langtum færri en á sama tíma í gær, og enginn af þeim yfir 3 á Richter-skala. Í gær mældust fleiri en 1500 skjálftar í heildina.

Aðspurð að því hvort þetta þýði að hrinan sé á enda komin segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvarsérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að svo sé alls ekki. „Það getur alveg gerst að hún taki sig upp aftur, jafnvel af krafti,“ segir hún, og bætir við að þetta gæti líka alveg þýtt að hún fari að klárast. „Það er allt of snemmt að segja til um það, en hún er í rénun í augnablikinu.“


Tengdar fréttir

Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt

Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum.

Tæplega þúsund skjálftar á dag

Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×