Enski boltinn

Salah segir að það sé meira á leiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah í leiknum í vikunni.
Salah í leiknum í vikunni. VÍSIr/afp
Mohamed Salah, vængmaður Liverpool, segir að það sé meira á leiðinni frá Salah, en hann hefur skorað 30 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Hann skoraði eitt af fimm mörkum Liverpool í sigrinum á Porto á Meistaradeildinni.

Salah var sá fljótasti í 30 mörkin á einu tímabili hjá Liverpool í meira en hundrað ár, en í samtali við heimasíðu Liverpool segir hann að þetta sé honum mikill heiður.

„Það er frábær tilfinning að hafa skorað 30 mörk á mínu fyrsta tímabili hjá liði eins og Liverpool. Það er rosalega stórt og ég er ánægður,” sagði Salah.

„En ég verð að halda áfram og líta fram veginn til þess að skora fleiri mörk. Í mínum huga er ég alltaf að reyna bæta mig og ég geri það á hverjum degi.”

„Alla daga lít ég á sjálfan mig og reyni að bæta mig. Ég er ánægður, mér líður vel og það er sá hlutur sem skiptir mestu máli. Ég er 100% viss um að það sé meira á leiðinni,” sagði Salah að lokum.

Liverpool er úr leik í enska bikarnum og er þessa daganna að hvíla lúin bein á Marbella á Spáni eftir að liðið slátraði Porto í vikunni 5-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×