Erlent

Jokhang hof í Tíbet logaði

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Jokhang hof logar.
Jokhang hof logar. Twitter
Gríðarmikill eldur braust út á einum heilagasta stað Tíbet, Jokhang-hofi, í gærkvöldi. Hofið hefur verið kallað „hjarta Búddisma í Tíbet,“ og hafa íbúar Tíbet miklar áhyggjur af stöðu mála. The Guardian greinir frá. 

Hofið er einn af þremur hlutum vetrarhallar Dalai Lama, Potala-höllinni, er byggt á sjöndu öld og er á heimsminjaskrá UNESCO. Hér að neðan má sjá myndband af eldinum.

Ríkismiðill Kína, Xinhua, hefur lítið látið uppi um eldinn, annað en það að slökkt hafi verið í honum fljótlega eftir að hann kom upp. Erlendir fjölmiðlar hafa ekki aðgang að svæðinu og litlar upplýsingar er hægt að fá þaðan, sem veldur almenningi áhyggjum um að skemmdirnir gætu verið meiri en yfirvöld láta uppi. Eins og sjá má í myndbandinu var eldurinn mikill og sjáanlegur úr fjarska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×