Fótbolti

Hjörtur sá rautt í jafntefli Bröndby

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson Vísir/getty
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby þegar liðið heimsótti Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Hjörtur var venju samkvæmt í hjarta varnarinnar hjá danska stórliðinu og nældi sér í gult spjald strax á 19.mínútu. Rúmum 10 mínútum síðar gerðist Hjörtur svo brotlegur innan vítateigs og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Vítaspyrna ennfremur dæmd en Fredrik Rönnow, markvörður Bröndby, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Kasper Kusk.

Manni færri tókst Bröndby að komast yfir með marki Benedikt Röcker á 50.mínútu. Jores Okore jafnaði hins vegar fyrir heimamenn á 62.mínútu og þar við sat.

Bröndby er í 2.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×