Handbolti

Löwen hafði betur í Íslendingaslagnum | Óli Guðmunds markahæstur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur spilaði vel í dag
Ólafur spilaði vel í dag vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen fékk Kristianstad í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag en alls eru fimm Íslendingar á mála hjá þessum liðum, tveir hjá Löwen en þrír hjá Kristianstad.

Guðjón Valur Sigurðsson var hins vegar ekki með Löwen í dag og Alexander Petterson sat allan tímann á varamannabekknum.

Þeir Gunnar Steinn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson léku aftur á móti stórt hlutverk í liði Svíanna.

Ólafur Andrés var allt í öllu í sóknarleik Kristianstad og endaði leikinn sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr þrettán skotum. Arnar Freyr bætti einu við en leiknum lauk með þriggja marka sigri Löwen, 32-29.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.