Handbolti

Löwen hafði betur í Íslendingaslagnum | Óli Guðmunds markahæstur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur spilaði vel í dag
Ólafur spilaði vel í dag vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen fékk Kristianstad í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag en alls eru fimm Íslendingar á mála hjá þessum liðum, tveir hjá Löwen en þrír hjá Kristianstad.

Guðjón Valur Sigurðsson var hins vegar ekki með Löwen í dag og Alexander Petterson sat allan tímann á varamannabekknum.

Þeir Gunnar Steinn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson léku aftur á móti stórt hlutverk í liði Svíanna.

Ólafur Andrés var allt í öllu í sóknarleik Kristianstad og endaði leikinn sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr þrettán skotum. Arnar Freyr bætti einu við en leiknum lauk með þriggja marka sigri Löwen, 32-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×