Erlent

Fimm kirkjugestir skotnir til bana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Læknar kann líðan sjúklings á sjúkrahúsi í Kizlyar
Læknar kann líðan sjúklings á sjúkrahúsi í Kizlyar Vísir/Epa
Fimm konur voru myrtar í kirkjunni einni í Dagestan, einu af fylkjum rússneska sambandslýðveldsins, í gær. Fimm aðrir særðust í árásinni, þar af var einn lögregluþjónn.

Árásarmaðurinn er í frétt breska ríkisútvarpsins sagður hafa skotið á fólkið er það yfirgaf kirkjuna í borginni Kizlyar.

Maðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum skömmu eftir árásina. Hann er sagður hafa verið 22 ára gamall og heitið Khalil Khalilov, fæddur og uppalinn í Dagestan. Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni en það hefur ekki enn fengið staðfest með óyggjandi hætti. Samtökin hafa sagst standa að baki fjölda árása í Dagestan á síðustu misserum sem oft hefur ekki reynst við rök að styðjast.

Khalilov notaðist við veiðiriffil þegar hann skaut að fólkinu sem hafði sótt guðsþjónustu vegna Maslenitsa-sólrisuhátíðarinnar sem lauk í gær. Fjórar kvennanna voru skotnar til bana við kirkjuna en sú fimmta lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×