Sport

Kærasti Shiffrin sendur heim frá Vetrar­ólympíu­leikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Faivre er sjöunda sætið var í höfn.
Faivre er sjöunda sætið var í höfn. vísir/getty
Franski skíðakappinn Mathieu Faivre, sem er kærasti skíðadrottningarinnar Mikaela Shiffrin, missti sig eftir stórsvigskeppni ÓL í gær þar sem hann varð í sjöunda sæti.

Þá talaði hann illa um liðsfélaga sína og franska skíðasambandið ákvað að bregðast við um leið og senda hann heim. Faivre hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og segist bera virðingu fyrir félögum sínum í landsliðinu.

„Ég er hér til þess að keppa fyrir sjálfan mig. Mér fannst ég skíða vel og það var eins og að fá blauta tusku í andlitið er ég sá úrslitin,“ sagði Faivre eftir keppnina en Frakkar voru í fjórum af sjö efstu sætunum. Þrír félagar hans voru á undan honum.

Þetta þótti ekki vera merkilegur liðs- og Ólympíuandi hjá Frakkanum sem fær ekki að vera áfram á leikunum.

Kærasta hans varð Ólympíumeistari í stórsvigi í síðustu viku og keppir í bruni á miðvikudag þar sem hún er líkleg til afreka sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×