Lífið

Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón tók sig samt sem áður einstaklega vel út á laugardagskvöldið.
Jón tók sig samt sem áður einstaklega vel út á laugardagskvöldið. skjáskot/rÚV
Skíðaferð án sólarvarnar virðist hafa komið sjónvarps- og tónlistarmanninum Jóni Jónssyni í nokkurn vanda fyrir seinna undankvöld Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór á laugardaginn. Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram en keppt var í Háskólabíó á laugardagskvöldið.

Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru kynnar í beinni útsendingu á RÚV og þóttu standa sem með prýði. Eins og alltaf er umræðan í kringum Eurovision mjög lífleg á Twitter og þá styðjast notendur við kassamerkið #12stig. 

Daníel Ólafsson kom auga á það að Jón Jónsson væri töluvert mikið farðaður og jafnvel enn meira en vanalega. Daníel ákvað því að spyrja snyrtivöruframleiðandann MAC að því hvort það væri einhverjar vörur eftir hjá fyrirtækinu eða hvort Jón Jónsson hefði klárað allt. 

Jón var ekki lengi að svara fyrir sig. Ástæðan fyrir miklu magni af förðun var sú að Jón mætti með „skíðabrekkusólbruna“ til leiks á laugardagskvöldið eins og tónlistarmaðurinn komst sjálfur að orði.


Tengdar fréttir

Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit

Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×