Viðskipti innlent

VÍS hættir endurkaupum á undan áætlun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lánasamningurinn var gerður árið 2008.
Lánasamningurinn var gerður árið 2008. Vísir/Anton Brink
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun sem tilkynnt var til Kauphallarinnar þann 15. september síðastliðinn. Tæplega 38% þeirra bréfa sem heimild var fyrir að kaupa höfðu verið keypt.

VÍS keypti tæplega 21 milljón hluti í félaginu en kaupverðið nam tæplega 242 milljónum króna. VÍS á nú samtals 0,94% af heildarhlutafé félagsins sem er rúmlega 2,2 milljarðar króna.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni átti að hámarki að kaupa 55 milljón hluti. Fjárhæð endurkaupanna átti aldrei að verða meiri en 600 milljónir króna. Heimildin átti að gilda fram að aðalfundi félagsins nú í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×