Fótbolti

Dómarinn lyfti rauða spjaldinu tíu sinnum áður en hann varð að flauta leikinn af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rautt spjald á loft. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rautt spjald á loft. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Leikur í brasilíska fótboltanum á milli nágrannaliðanna Vitoria og Bahia endaði miklu fyrr en áætlað var. Ástæðan var að dómari leiksins þurfti hreinlega að flauta leikinn af.

Leikur þessara liða sem koma bæði frá Salvador á norðausturströnd Brasilíu, var í Bahia fylkismótinu og því var mikið undir.

Það var heldur ekkert gefið eftir og dómari leiksins þurfti þannig að lyfta sex gulum spjöldum í fyrri hálfleiknum. Denilson skoraði eina mark hálfleiksins fyrir Vitoria.





Allt varð hinsvegar bókstaflega vitlaust þegar Bahia fékk vítaspyrnu á 50. mínútu leiksins. Vinicius skoraði úr henni og fagnaði síðan með því að dansa fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins.

Þá hópuðust að leikmenn úr báðum liðum og upp hófust mikil handalögmál sem enduðu með því að átta leikmenn voru reknir af velli. Þrír leikmenn Vitoria og fimm leikmenn Bahia fengu þá rauða spjaldið.

Þegar þarna var komið við sögu voru aðeins sautján leikmenn eftir inn á vellinum þar sem þrír varamenn Vitoria höfðu fengið rautt. Leikurinn hélt hinsvegar áfram.







Þegar tveir leikmenn Vitoria fengu svo rauða spjaldið ellefu mínútum fyrir leikslok þá flautaði dómarinn leikinn af.

Líklegt er að Bahia verði dæmdur 3-0 sigur í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðs í Salvador um leikinn með fyrirsögninni „Aumkunarverrt“

Bom dia, amigos. Essa é a nossa capa de hoje pic.twitter.com/eoYIrbMtBr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×