Lífið

Jordan átti næturlífið í Reykjavík um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
DeAndre Jordan gerði fína hluti í Reykjavík um helgina.
DeAndre Jordan gerði fína hluti í Reykjavík um helgina. Myndvinnsla/hjalti
Körfuboltamaðurinn DeAndre Jordan fór mikinn á næturlífinu í Reykjavík um helgina. Jordan leikur með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni og var í fríi um helgina vegna Stjörnuhelgarinnar.

Helgin byrjaði rólega hjá stjörnunni í Ostahúsinu á Skólavörðustíg en DeAndre Jordan var hér á landi til að sjá norðurljósin.

Á föstudagskvöldið skemmti kappinn sér vel á American Bar og hélt síðan á B5 í Bankastrætinu.

DeAndre Jordan kíkti meðal annars á American Bar um helgina.
Körfuboltamaðurinn fékk gríðarlega mikla athygli en hann þykir einn sá besti í sinni stöðu í heiminum.

Það var greinilegt að stjarnan fílaði sig betur á B5 en þangað var hann mættur aftur á laugardagskvöldið og var þar allt kvöldið.

DeAndre Jordan gisti á Hótel Kvosin í miðborginni á meðan hann dvaldi hér á landi. Hér að neðan má sjá nokkra skemmtilegar myndir frá ferðalagið NBA-leikmannsins hér á landi.

far out.

A post shared by DeAndre Jordan (@deandre) on

A post shared by DeAndre Jordan (@deandre) on

@deandre reynir þessa dagana að recruita mig í lob city 2.0

A post shared by Helgi Bárðarson (@helginn) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×