Sport

Tvö lið fengu gullverðlaun í sömu greininni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjórmenningarnir á verðlaunapallinum í dag. Lettarnir fengu þó bara brons en ekki silfur, enginn fékk silfurverðlaun í greininni
Fjórmenningarnir á verðlaunapallinum í dag. Lettarnir fengu þó bara brons en ekki silfur, enginn fékk silfurverðlaun í greininni Vísir/Getty
Mjög óvenjulegur atburður átti sér stað í PyeongChang í Suður Kóreu í dag þegar keppni í tveggja manna bobbsleðakeppni karla fór fram. Tvö bestu liðin þurftu að deila gullverðlaununum þar sem ekki var hægt að gera upp á milli þeirra.

Öll liðin renndu sér fjórum sinnum í úrslitunum í dag og var samanlagður tími liða Kanada og Þýskalands sá nákvæmlega sami, upp á sekúndubrot.

Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem Ólympíumeistaratitill deilist á tvo keppendur í greininni, en það gerðist síðast í Nagano 1998. Þá voru Kanadamenn einnig á meðal sigurvegara og þeir hafa ekki unnið gull í greininni síðan, fyrr en í dag.



Fyrir síðustu ferðina voru þeir kanadísku Justin Kripps og Alexander Kopacz með 0.06 sekúndna forskot á Þjóðverjana. Í síðustu ferðinni fóru þeir Francesco Friedrich og Thorsten Margis 0.06 sekúndum hraðar en Kanadamennirnir svo úr varð að deila yrði sigrinum.

Það voru svo Lettar sem hirtu bronsverðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×