Will Grigg á eldi og City úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Will Grigg skorar hér sigurmarkið.
Will Grigg skorar hér sigurmarkið. vísir/afp
Norður-Írinn, Will Grigg, var hetja Wigan þegar C-deildarliðið gerði sér lítið fyrir og henti Manchester CIty úr leik í enska bikarnum. Lokatölur 1-0.

Fabian Delph fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir groddaraleg tæklingu, en Anthony Taylor, dómari leiksins, lyfti þó fyrst upp gula spjaldinu áður en hann ráðfærði sig við aðstoðarmenn sína. Það endaði með rauðu spjaldi og City einum færri í markalausum fyrri hálfleik.

Will Grigg, sem er líklega best þekktur fyrir sinn þátt á EM 2016, en stuðningsmenn Norður-Írlands gerðu stuðningsmannalag um Grigg frægt út um allan heim. Það er enn sungið í dag víða, en flestir kannast við sönginn.

Hann skoraði sigurmarkið á 79. mínútu eftir sendingu frá Callum Elder upp kantinn, en Kyle Walker gerði sig sekan um skelfileg mistök þegar han lét boltann fara.

Lokatölur 1-0 og City er því úr leik í enska bikarnum, en þetta er fyrsta keppnin sem City dettur úr. Þeir eru á toppnum í ensku deildinni, komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildinnar og spila til úrslita í deildarbikarnum á sunnudag.

Wigan hins vegar komið í átta liða úrslitin og það ríkir einhver bikarhefð yfir Wigan gegn Man. City því Wigan stóð einnig uppi sem sigurvegari þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2013.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira