Enski boltinn

Fyrrum þjálfari dæmdur í 31 árs fangelsi fyrir misnotkun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Flest brot Bennell voru framin er hann starfaði hjá Crewe.
Flest brot Bennell voru framin er hann starfaði hjá Crewe. vísir/getty
Fyrrum knattspyrnustjórinn Barry Bennell var í dag dæmdur til 31 árs fangelsisvistar fyrir 50 kynferðisbrot gegn drengjum.

Bennell var lýst sem „djöflinum endurfæddum“ af dómara málsins þegar hann dæmdi Bennell fyrir misnotkun á 12 drengjum á aldrinum 8-15 ára á árunum 1979-1991.

Hann þarf að sitja fyrstu 30 árin í fangelsisvist en síðasta árið er skilorðsbundið. Þá fékk hann eitt skilorðsbundið ár til viðbótar ofan á dóminn.

„Í augum þessara drengja varstu guð, þegar í raun þá varstu djöfullinn endurfæddur,“ sagði dómarinn Clement Goldstone í dómstólnum í Liverpool í dag.

Bennell starfaði áður hjá Manchester City og Crewe Alexandra en hann hefur tvisvar áður setið í fangelsi í Englandi og einu sinni í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×