Viðskipti innlent

DILL heldur Michelin-stjörnunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kári Þorsteinsson er nýr yfirkokkur á DILL.
Kári Þorsteinsson er nýr yfirkokkur á DILL.

Veitingastaðurinn DILL við Hverfisgötu í Reykjavík heldur Michelin-stjörnu sinni sem staðurinn fékk í fyrra, fyrstur íslenskra veitingastaða.

Nýr yfirkokkur staðarins, Kári Þorsteinsson, tók við staðfestingu á að staðurinn heldur stjörnunni við athöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar síðdegis í dag.

Kári tók við sem yfirkokkur á DILL um áramótin af Ragnar Eiríkssyni sem tók við fyrstu Michelin-stjörnunni fyrir ári síðan. Kári hefur starfað á DILL í rúmt ár og hefur starfað á Michelin-stöðunum Texture í London og Noma í Kaupmannahöfn.

Ragnar vinnur nú að því að opna HOLT sem er nýr veitingastaður Hótel Holts og er stefnt að opnun þann 28. febrúar næstkomandi.  


Tengdar fréttir

Sextán íslenskir veitingastaðir á norrænum topplista

Sextán íslenskir veitingastaðir hafa verið valdir á lista White Guide Nordic, yfirgripsmikinn leiðarvísi yfir norræna matreiðslu. Umfjöllun í White Guide Nordic þykir mikill heiður í veitingabransanum en leiðarvísirinn hefur um 80 matargagnrýnendur á sínum snærum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×