Handbolti

Sigvaldi yfir til Noregs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigavldi í leik með Árósarliðinu.
Sigavldi í leik með Árósarliðinu. vísir/getty
Sigvaldi Guðjónsson, skyttan sem hefur leikið við góðan orðstír í Danmörku undanfairn ár, hefur ákveðið að flytja sig um set og samdi í gær við Elverum.

Elverum hefur verið vel og lengi besta lið Noregs, en með liðinu leikur Þráinn Orri Jónsson, línumaður og fyrrverandi leikmaður Gróttu. Þráinn er að klára sitt fyrsta tímabil með liðinu.

Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun, en Sigvaldi sem hefur leikið undanfarin ár Århus hefur ákveðið að flytja sig um set. Hann hefur leikið með Árósarliðinu í þrjú ár.

Auk þess að hafa spilað með Árósar-liðinu hefur hann spilað með Vejle og Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku. Hann gengur í raðir Elverum eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×