Innlent

Árni Páll til EES

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árni Páll Árnason rær á Evrópumið.
Árni Páll Árnason rær á Evrópumið.
Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn varaframkvæmdastjóri skrifstofu Uppbyggingarsjóðs EES í Brussel, að tilnefningu íslenskra stjórnvalda. Hann mun fara með samskipti við EES/EFTA-ríkin, Noreg, Ísland og Liechtenstein, og viðtökuríkin fimmtán. EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu tilliti og eru styrkþegaríki sjóðsins öll í Suður- og Austur-Evrópu.

Árni Páll er lögmaður með sérhæfingu í Evrópurétti og hefur starfað að Evrópu-, viðskipta og varnarmálum hjá utanríkisráðuneytinu. Hann tekur við stöðu varaframkvæmdastjóra í Brussel í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×