Tónlist

Kolrassa Krókríðandi á Aldrei fór ég suður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolrassa Krókríðandi á góðri stundu.
Kolrassa Krókríðandi á góðri stundu. Úr einkasafni Elízu Newman
Kolrassa Krókríðandi, Jói Pjé & Króli og Dimma eru á meðal þeirra sem troða munu upp á Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn.

Á meðal annarra atriða má nefna Auði, Between Mountains, Une Misére, Hatara, Cyber, Á móti sól auk þess sem sigurvegarar Músíktilrauna koma venju samkvæmt fram. Þeir verða krýndir helgina fyrir páska sem eru í lok mars á þessu ári. Föstudaginn langa ber upp 29. mars.

Nánari upplýsingar á heimasíðu hátíðarinnar.


Tengdar fréttir

Kolrassa Krókríðandi snýr aftur

Elíza Geirsdóttir Newman og vinkonur hennar í hljómsveitinni Kolrassa Krókríðandi vakna af værum blundi og koma saman aftur 1. apríl á sextíu ára afmælistónleikum Myllubakkaskóla í Andrews Theatre í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×