Bílar

Átta bílar BMW í verðlaunasætum hjá Auto, Motor und Sport

Finnur Thorlacius skrifar
BMW X5.
BMW X5.

Lesendur tímaritsins Auto, Motor und Sport kusu átta bíla frá BMW á meðal þeirra bestu á markaðnum samkvæmt könnun sem gerð var í janúar. Í könnuninni fengu BMW X5 og X1 fyrstu verðlaun (Best Car Award); X5 í flokki stærri fjölskyldubíla annað árið í röð og X1 í flokki minni sportjeppa.

Fyrir utan þessi verðlaun fyrir 1. sæti fengu sex aðrir bílar frá BMW verðlaun. Þannig hlaut rafbíllinn i3 annað sætið í flokki smábíla, BMW 2 Series Coupé þriðja sæti í flokki lítilla fjölskyldubíla auk þess sem BMW 4 Series Gran Coupé, BMW i8 Coupé, BMW x3 og BMW 2 Series Active Tourer og Gran Tourer hlutu einnig þriðju verðlaun, hver í sínum flokki; sá síðasttaldi í flokki stationbíla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.