Viðskipti innlent

Innkalla Amaizin maísflögur

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða 60 stykki sem fóru í dreifingu.
Um er að ræða 60 stykki sem fóru í dreifingu. Heilsa
Heilsa ehf hefur innfallað maísflögur frá Amaizin eftir að of hátt magn glutens mældist í vörunni. Um er að ræða Natural corn chips 150gr með lotunúmerið 37331.

Í tilkynningu frá Heilsu segir að leyfilegt glútenmagn sé 20 PPM (parts per million), en eftir reglulegt eftirlit hjá birgja hafi magnið 30,4 PPM mælst, sem sé yfir mörkum. Varan er merkt glútenfrí.

„Vöruheiti: Amaizin Natural corn chips (gluten free)

Innihaldslýsing: Corn flour, sunflower oil, sea salt.

Strikamerki: 8716099102007

Vörunúmer: 139101

Lotunúmer: 37331 (Aðeins þetta lotunúmer)

Dagsetning: 27.07.18

Ofangreind vara hefur verið seld í Nettó Granda, Nettó Selfossi, Fjarðarkaup ehf, Heilsuhúsinu Laugavegi og Hlíðarkaup.

Vörunni má skila inn á sölustaði gegn endurgreiðslu eða beint til Heilsu ehf. Bæjarflöt 1, 112 RVK.

Glúten í vörunni gæti valdið viðbrögðum hjá þeim sem hafa selíaksjúkdóminn (sjálfsónæmissjúkdóminn glútenóþol).

Um er að ræða 60 stk sem fóru í dreifingu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×