Lífið

Spice Girls komu af stað orðrómi um endurkomu með nýrri mynd

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Spice Girls saman á sviði árið 2007.
Spice Girls saman á sviði árið 2007. Vísir/Getty

Victoria Beckham kom af stað orðrómi um endurkomu hljómsveitinnar Spice Girls, þegar hún birti á Instagram mynd af sér með þeim Geri Horner, Mel B, Mel C og Emmu Bunton. Myndin virðist vera ný og er sú fyrsta sem hefur birst af öllum meðlimum Spice Girls saman í mörg ár. 

Breskir slúðurmiðlar hvetja þó aðdáendur til þess að stilla væntingum sínum í hóf. Er þar haldið fram að hljómsveitin muni taka þátt í ýmsum verkefnum og kynna saman nýja safnplötu með vinsælustu lögum Spice Girls. Er talið að þær muni ekki endilega taka upp nýja tónlist eða koma saman fram á sviði. Fundur þeirra var haldinn á heimili Geri og var Simon Fuller einnig á staðnum en hann er meðal annars þekktur fyrir að gera American Idol þættina. 

Victoria sagði ekki mikið í textanum við myndina sem hún birti en þar kom fram hvað hún elski stelpurnar sínar og skrifaði einnig spennandi, hvað sem það svo þýðir. Aðdáendur Spice Girls fagna því allavega að þær séu að tala saman. 

 
Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower
A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.