Sport

„Verð ekki í leðurstól og jakkafötum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Nelson er nýr formaður bardagaklúbbsins Mjölnis. Gunnar hefur verið í klúbbnum allan sinn feril og er einn af stofnendum hans.

„Það breytist ekkert. Ég verð ekkert í leðurstól í jakkafötum alla daga,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Ég er rótgróinn Mjölnismaður sem er nú stjórnarformaður.“

Hann segir Mjölni þó ekki vera bara fyrir bardagamenn.

„Grunnurinn er fólk sem er bara að mæta til þess að fara í ræktina og djöflast. Það getur hver sem er komið í Mjölni og farið að æfa.“

Það eru yfir 2000 manns að æfa með Mjölni sem gerir klúbbinn að einu stærsta íþróttafélagi landsins.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson er nýr formaður Mjölnis

Það hafa verið breytingar hjá Mjölni síðustu mánuði og sú nýjasta er sú að stærsta stjarna félagsins, Gunnar Nelson, er orðinn formaður félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×