Erlent

Söngvarinn Dennis Edwards látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Dennis Edwards árið 2016.
Dennis Edwards árið 2016. Vísir/Getty

Bandaríski söngvarinn Dennis Edwards er látinn, 74 ára að aldri. Hann var einn af meðlimum Motown-sveitarinnar The Temptations og söng smelli á borð við „I can’t get next to you” og ”Papa was a rollin’ stone”.

Fjölskylda Edwards segir hann hafa andast í heimaborg sinni Chicago síðastliðinn fimmtudag, en ekki hafa fengist upplýsingar um dánarorsök. Hann hefði fagnað 75 ára afmæli sínu í dag.

Dennis Edwards fyllti skarð David Ruffin í sveitinni árið 1968 eftir að Ruffinn var látinn fara.

Edwards var svo sjálfur rekinn úr sveitinni árið 1977. Hann sneri þó aftur árið 1980, en hætti 1984 þegar hann ákvað að stefna á sólóferil. Enn og aftur gekk hann til liðs við sveitina árið 1987, en hætti aftur 1989. Sama ár var hann tekinn inn í Frægðarhöll rokksins.

Dennis Edwards lætur eftir sig eina dóttur, Issa Pointer, sem hann eignaðist með Ruth Pointer, liðskonu Pointer Sisters.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.