Fótbolti

Aron nýtti langþráð tækifæri og átti þátt í jöfnunarmarki Bremen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron reynir að stíga út Konoplyanka í leiknum í dag.
Aron reynir að stíga út Konoplyanka í leiknum í dag. Vísir/getty
Aron Jóhannsson fékk sjaldséð tækifæri í liði Werder Bremen í 2-1 sigri gegn Schalke á útivelli í þýska boltanum í dag en Aron lék stærstan hluta seinni hálfleiksins.

Hafa tækifæri hans í Þýskalandi verið af skornum skammti en þjálfaraskipti fyrr í vetur gætu hafa opnað nýjar dyr fyrir hann hjá Werder Bremen sem berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Evgen Konoplyanka kom Schalke yfir í fyrri hálfleik og leiddu heimamenn í hálfleik en Max Kruse jafnaði metin þegar 10. mínútur voru til leiksloka. Fylgdi hann þá eftir tilraun Arons og setti boltann í autt netið.

Zlatko Junuzovic skoraði sigurmark Bremen á 93. mínútu leiksins en með sigrinum skaust Werder Bremen upp um tvö sæti, upp í 15. sæti en þeir berjast fyrir lífi sínu í efstu deild þessa mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×