Lífið

Sjáðu myndirnar frá afhendingu Hlustendaverðlaunanna

Atli Ísleifsson skrifar
Það voru Bylgjan, FM957 og X977 sem stóðu í í sameiningu a verðlaununum
Það voru Bylgjan, FM957 og X977 sem stóðu í í sameiningu a verðlaununum Daníel Ágústsson
Mikil stemmning var í Háskólabíói þegar Hlustendaverðlaunin 2018 voru afhent í gærkvöldi.

Það voru Bylgjan, FM957 og X977 sem stóðu í sameiningu a verðlaununum þar sem Jói Pé og Króli voru atkvæðamiklir og fengu verðlaun í fjórum flokkum í heildina. Rapptvíeykið landaði verðlaununum í flokkunum besta lag ársins, besti flytjandi ársins, nýliði ársins og besta plata ársins.

Meðal þeirra sem komu fram á verðlaununum voru Dimma, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier, JóiPé og Króli, Hatari, Ása, Birgir og Albatross og Sverrir Bergmann.

Daníel Þór Ágústsson, ljósmyndari FM957, var á staðnum og fangaði stemmninguna og má sjá myndirnar að neðan, en hér má sjá útsendinguna í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×