85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu

04. febrúar 2018
skrifar

Já, það var heldur betur frétt þegar Demna Gvasalia sendi fyrirsæturnur niður tískupallinn fyrir komandi vor og sumar hjá Balenciaga klæddar í einskonar ofurútgáfu af Crocs skónum frægu. Með þykkum sóla og skreyttir með allskonar skrauti. 

Ekki grunaði neinum í tískubransanum að þessi skóbúnaður mundi fara í framleiðslu, hvað þá vera vinsæll. En aldrei að segja aldrei, að minnsta kosti í heimi tískunnar. 

Barneys var með þessa plastsandala með 10 cm sóla í forsölu á netinu og viti menn, skórnir er uppseldir. Og það fyrir 85 þúsund íslenskar krónur parið. 

Það verður forvitnilegt að sjá hvort götutískustjörnurnar ná að para saman þessa skó við eitthvað smart - það er áskorun.