Sport

Er Gronkowski að íhuga að hætta?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gronkowski ræðir við fréttamenn eftir leikinn í nótt.
Gronkowski ræðir við fréttamenn eftir leikinn í nótt. Vísir/Getty
Svo gæti farið að Super Bowl-leikur næturinnar hafi verið síðasti leikur innherjans Rob Gronkowski á ferlinum. Hann sagði að minnsta kosti eftir leikinn í nótt að ekkert væri öruggt í þeim efnum.

Gronkowski hefur verið lykilmaður í New England Patriots undanfarin ár og hættulegasta vopn leikstjórnandans Tom Brady. New England tapaði í Super Bowl fyrir Philadelphia Eagles en Gronkowski skoraði tvö snertimörk í leiknum.

Sögusagnir voru á kreiki meðal fréttamanna á leiknum í nótt að Gronkowski væri að íhuga að hætta.

„Ég veit ekki hvaðan þið fenguð þær upplýsingar en það er alveg klárt að ég mun skoða mína framtíð vandlega,“ sagði Gronkowski eftir leikinn gegn Philadelphia.

„Ég mun setjast niður á næstu vikum og sjá hvernig staðan er,“ bætti hann við.

Litlu mátti muna að Gronkowski hefði misst af leiknum þar sem hann fékk heilahristing í sigri Patriots á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur vikum síðan.

Hann hefur þar að auki ítrekað þurft að glíma við ýmis konar og erfið meiðsli á átta ára ferli hans í deildinni. Hann verður 29 ára þegar nýtt tímabil hefst í deildinni í haust.

NFL

Tengdar fréttir

Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl

Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×