Innlent

Fimm bjargað af þaki bíls sem fór niður um klaka í Fiská

Kjartan Kjartansson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Viðbragðsaðilar voru rétt að mæta á vettvang nú rétt fyrir kl. 13.
Viðbragðsaðilar voru rétt að mæta á vettvang nú rétt fyrir kl. 13. Vísir/Vilhelm

Fimm manns voru um borð í Econoline sem fór niður um klaka í Fiská fyrir ofan Vatnsdal klukkan 12:51 í dag.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, náði fólkið að komast af sjálfsdáðum út úr bílnum og upp á þak. Er búið að bjarga þeim af þaki bílsins og þau komin inn í bíl hjá björgunaraðilum en ekkert þeirra er slasað að sögn Sveins.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins en þrjár björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Selfossi voru kallaðar út á hæsta forgangi og sérþjálfað fólk í straumvatnsbjörgun sent á staðinn.

Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út en beiðnin hefur verið afturkölluð og viðbragðið minnkað vegna slyssins þar sem betur fór en á horfðist.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.