Íslenski boltinn

Vinna Fjölnismenn sinn fyrsta titil í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Viktor Guðmundsson.
Hans Viktor Guðmundsson. Vísir/Eyþór
Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00

Fjölnismenn geta þarna unnið sinn fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil og í raun sinn fyrsta titil í meistaraflokki karla.

Fjölnismenn hafa nefnilega heldur ekki orðið Íslandsmeistarar, bikarmeistarar eða deildabikarmeistarar en Garfarvogspiltar unnu reyndar b-deildina sumarið 2013.

Fjölnir vann 5-0 sigur á Leiknismönnum í undanúrslitaleiknum og eru því komnir annað árið í röð í úrslitaleikinn. Í fyrra tapaði Fjölnisliðið 1-0 á sjálfsmarki í úrslitaleik á móti Val.

Ísak Óli Helgason (2 mörk), Ægir Jarl Jónasson og Hans Viktor Guðmundsson skoruðu mörkin í undanúrslitaleiknum en fimmta markið var sjálfsmark. Hans Viktor er á tuttugasta og öðru aldursári en hinir tveir halda upp á tvítugsafmælið sitt í ár.

Það er líka langt síðan að Fylkismenn unnu þennan titil en Árbæingar hafa ekki orðið Reykjavíkurmeistarar í ellefu ár eða síðan Fylkir vann Víkinga 3-1 í úrslitaleiknum 2007.

Andrés Már Jóhannesson skoraði í úrslitsleiknum fyrir ellefu árum en hann er einnig í Fylkisliðinu í dag.

Hinn 22 ára gamli Orri Sveinn Stefánsson tryggði Fylki 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×