Íslenski boltinn

Vinna Fjölnismenn sinn fyrsta titil í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Viktor Guðmundsson.
Hans Viktor Guðmundsson. Vísir/Eyþór

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00

Fjölnismenn geta þarna unnið sinn fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil og í raun sinn fyrsta titil í meistaraflokki karla.

Fjölnismenn hafa nefnilega heldur ekki orðið Íslandsmeistarar, bikarmeistarar eða deildabikarmeistarar en Garfarvogspiltar unnu reyndar b-deildina sumarið 2013.

Fjölnir vann 5-0 sigur á Leiknismönnum í undanúrslitaleiknum og eru því komnir annað árið í röð í úrslitaleikinn. Í fyrra tapaði Fjölnisliðið 1-0 á sjálfsmarki í úrslitaleik á móti Val.

Ísak Óli Helgason (2 mörk), Ægir Jarl Jónasson og Hans Viktor Guðmundsson skoruðu mörkin í undanúrslitaleiknum en fimmta markið var sjálfsmark. Hans Viktor er á tuttugasta og öðru aldursári en hinir tveir halda upp á tvítugsafmælið sitt í ár.

Það er líka langt síðan að Fylkismenn unnu þennan titil en Árbæingar hafa ekki orðið Reykjavíkurmeistarar í ellefu ár eða síðan Fylkir vann Víkinga 3-1 í úrslitaleiknum 2007.

Andrés Már Jóhannesson skoraði í úrslitsleiknum fyrir ellefu árum en hann er einnig í Fylkisliðinu í dag.

Hinn 22 ára gamli Orri Sveinn Stefánsson tryggði Fylki 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.