"Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“

05. febrúar 2018
skrifar

Ein sú fyndnasta á Twitter er fyrirsætan Chrissy Teigen en hún er eiginkona söngvarans John Legend. Hún er nú ólétt af þeirra öðru barni og er óhrædd við að deila þeirra upplifun með fygjendum sínum. 

Fyrir helgi setti hún inn innlegg sem verður að teljast ansi... tja hreinskilið? 

„Þetta barn er að sjúga lífið úr mér. Drekkur vatnið mitt og gerir mig þyrsta, borðar matinn minn, gerir mig svanga. Tekur heilsuna mína, gerir mig veika. Afhverju erum við að búa til þessi skrímsli, þau eru að reyna að drepa okkur,“ skrifaði hún. 

Teigen er þekkt fyrir kolsvartan húmor og var að sjálfsögðu að grínast enda alsæl með fjölgunina. Það vita samt allir sem gengið hafa með barn að það gengur oft nærri manni, með misjöfnum hætti þó. 

Ef þið eruð ekki að fylgja Teigen á Twitter þá mælum við með - mjög fyndin og dansar oft á línunni. Svo mikið að Bandaríkjaforseti er búin að blokka hana á miðlinum, sem hún gerir mikið grín að.